Málm- og véltækni­greinar

Starfsárið 2024-2025 einkenndist af markvissum aðgerðum til að mæta fræðsluþörf félagsmanna. Unnið var út frá upplýsingum úr heimsóknum og samtölum síðasta starfsárs. Á því ári var áherslan lögð á heimsóknir og samtöl í þeim tilgangi að skilgreina þarfir félagsmanna.  

Á árinu var samstarf eflt við fræðsluaðila og sérfræðinga bæði á Íslandi og erlendis. Í samvinnu við leiðandi aðila á borð við TÜV NORD UK Ltd, EthosEnergy og Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands var félagsmönnum boðið upp á hagnýt fagnámskeið. Þetta samstarf er hluti af stöðugri viðleitni til að halda fræðsluframboði í fremstu röð. 

MálmsuðudagurinnMálmsuðudagurinn

Samhliða nýjungum var námskeiðabanki endurskoðaður og boðið upp á fjölda sérsniðinna fyrirtækjanámskeiða. Þá voru nokkrir fræðsluviðburðir haldnir á vegum greinarinnar til dæmis: málmsuðudagurinn, fræðsluviðburður um loftræsingu og kynning á lasersuðu.