Bygg­inga- og mann­virkja­greinar

Námskeið um gervigreind og notkun hennar í byggingariðnaði hafa verið mjög vel sótt og greinilegt að iðnaðarmenn vilja fylgjast með hinni öru þróun sem er á þessu sviði.  

Námskeið um gervigreind og notkun hennar í byggingariðnaði hafa verið mjög vel sótt og greinilegt að iðnaðarmenn vilja fylgjast með hinni öru þróun sem er á þessu sviði. Gluggaísetningar og þéttingar með gluggum hafa mikið verið til umræðu og hefur Iðan boðið upp á þrjú námskeið í þeim efnum. StyrkurhefurfengistúrAskimannvirkjarannsóknasjóðitilgerðarfrekaranámsefnisum gluggaþéttingar og er stefnt að því að vinna myndbönd og annað efni um þau mál. Þann 1. september 2025 tók gildi nýtt ákvæði í byggingarreglugerð sem felur í sér innleiðingu á lífsferilsgreiningu mannvirkja. Með lífsferilsgreiningu mannvirkja er hægt að leggja mat á og takmarka umhverfisáhrif þeirra frá upphafi til enda. Iðan hefur haft á boðstólum námskeið um lífsferilsgreiningar og eykur nú framboð á þeim. Iðan í samvinnu við Grænni byggð fékk styrk úr Fræðslusjóði til gerðar fræðsluefnis um vistvænar byggingar. Efnið er einkum ætlað almennu starfsfólki í byggingariðnaði og verða gerð myndbönd og stuttir bæklingar.
Mikil aðsókn hefur verið að námskeiðum um undirbúning fyrir öryggis- og lokaúttektir á byggingum, sérstaklega skil á gögnum til byggingarfulltrúa.