Ársskýrsla Iðunnar
fræðsluseturs
2024 - 2025
Lykiltölfræði
Aldrei hafa fleiri sótt námskeið hjá Iðunni fræðslusetri en á liðnu starfsári.
0
námskeið í boði
3.858
þátttakendur á námskeiðum
1.432
kenndar klukkustundir
0
fyrirtækjaheimsóknir
0
vefnámskeið
0
sveinsprófstakar
14.516
félagsfólk
0
ný námskeið
Ávarp framkvæmdastjóra

Árið sem nú er að baki markar mitt fyrsta starfsár sem framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Það hefur verið bæði lærdómsríkt og gefandi að leiða starfsemi sem gegnir lykilhlutverki í starfsþróun félagsfólks um land allt og stuðlar að framþróun íslensks iðnaðar. Starfsemin er fjölbreytt, mannauðurinn mikill og samstarfið við hagaðila uppbyggilegt.
Segja má að árið hafi í senn verið ár stöðutöku og stefnumótunar. Horft var til framtíðar og forgangsverkefni skilgreind. Lögð var áhersla á að skerpa á hlutverkum og skipulagi og styrkja tengslin við hagaðila í þeim tilgangi að efla fræðsluframboð og þjónustu í takt við þarfir félagsfólks og iðnaðarins. Fræðslustarfsemi Iðunnar var öflug á árinu og þátttakendur fleiri en nokkru sinni fyrr. Hátt í fimm þúsund sóttu námskeið, auk þeirra sem nýttu sér fræðslu í öðru formi, svo sem hlaðvörpum, viðburðum og með náms- og starfsmannaskiptum í Evrópu. Fræðslan er veitt með fjölbreyttum hætti víða um land, á bóklegum og verklegum námskeiðum, í stað-, fjar- og vefnámi sem og inní fyrirtækjum. Markmiðið er ætíð að mæta þörfum félagsfólks og fyrirtækja, styrkja þau í daglegu starfi og skapa þeim tækifæri til framtíðar. Iðan sinnir einnig mikilvægu hlutverki fyrir yfirvöld með framkvæmd sveinsprófa í 28 löggiltum iðngreinum. Ásókn í iðnmenntun hefur aukist síðustu árin og er ánægjulegt að sjá þennan vaxandi áhuga, enda þörfin mikil og tækifærin fjölmörg fyrir fagfólk í iðnaði. Á árinu lagði Iðan sitt af mörkum til að efla ímynd og gildi iðngreina, meðal annars með stuðningi við Íslandsmót iðn- og verkgreina og norrænu nemakeppnina í matreiðslu- og framreiðslugreinum. Slíkar keppnir vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi tækifærum og ýta undir metnað innan greina. Alþjóðlegt samstarf hefur einnig skipað mikilvægan sess í starfsemi Iðunnar. Með þátttöku í evrópskum og norrænum samstarfsverkefnum höfum við eflt tengslanet, tekið þátt í þróun nýrra aðferða og fengið innblástur sem styrkir kennslu í iðnaði og þjónustu okkar við félagsfólk. Framundan er spennandi starfsár. Við munum leggja áherslu á virkt samtal við félagsfólk og hagaðila, ábyrga nýtingu fjármuna og heilbrigt starfsumhverfi. Markmiðið er skýrt - að styrkja enn frekar stöðu Iðunnar sem leiðandi afls í símenntun og fræðslu í iðngreinum og tryggja félagsfólki aðgang að framúrskarandi þjónustu og þekkingu í takt við kröfur samtímans.

Iðan fræðslusetur
Vatnagarðar 20
104 Reykjavík
KT. 551203 - 2980